Lilja fær að ættleiða barn 5. september 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för." Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för."
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira