Rannsókn á mannráni heldur áfram
Verið er að vinna úr ábendingum sem borist hafa vegna mannránsins í verslun Bónuss síðastliðinn föstudag. Fimm menn voru á laugardag úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Ekki liggur fyrir hvers vegna mennirnir tóku manninn og fluttu hann með sér þar sem hann var að störfum í versluninni. Yfirheyrslur halda áfram á morgun en lögreglan í Reykjavík verst allra frétta af málsatvikum og yfirheyrslunum.