Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald 3. september 2005 00:01 Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira