Ashley Cole í sögubækurnar? 3. september 2005 00:01 Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira