5000 miðar farnir á Króatíuleikinn
Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta lauk í gærkvöldi og höfðu þá alls selst um 5.000 miðar á leikinn. Aðeins 7000 miðar eru í boði. Leikur Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í dag hefst kl. 18:05 og er miðasala nú opin við Laugardalsvöll. Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar munu tilkynna byrjunarlið Íslands innan skamms en Króatíska liðið er það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Allir á völlinn!