Innlent

Hópferðamiðstöð kærir útboð

Hópferðamiðstöðin hefur kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisleiðum á Íslandi næstu þrjú ár til Samkeppnisstofnunar og kærunefndar útboðsmála. Greint var frá því fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að rútubílaeigendur hefðu gert alvarlegar athugasemdir við útboðið þar sem gert er ráð fyrir í skilmálum að Kynnisferðir fái tíu prósent af sölu farmiða hjá sérleyfishafa, að sala farmiða í húsi Umferðarmiðstöðvarinnar verði alfarið í höndum Kynnisferða og að óheimilt verði fyrir aðra aðila að selja miða í eða við húsið. Þá er séleyfishöfunum einnig gert að greiða Vegagerðinni 70 milljónir króna í aðstöðugjald á samningstímanum og segja sumir rútubílaeigendur það óskiljanlega gjaldtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×