Innlent

Brotalöm á rannsókn að mati dómara

Þrjátíu og sjö ára gamall Lithái var í dag sýknaður af að hafa flutt með sér tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins. Dómarinn taldi ósannað að um brennisteinssýru væri að ræða og taldi að rannsaka hefði átt málið betur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir dóminn vera vonbrigði. Í dómnum kemur fram að ákæruvaldið hefði átt að láta rannsaka innihald flasknanna betur, því ekki sé sannað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða. Verjandi mannsins gagnrýnir ákæruvaldið harðlega. Dómarinn taldi einnig að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að maðurinn hafi vitað að um brennisteinssýru væri að ræða. Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir að niðurstaðan sé mikil vonbrigði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×