Innlent

Veittist að lögreglu með hnífi

Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í ákæru kemur fram að í byrjun júní í fyrra hafi maðurinn kastað grjóti í gegn um rúðu á heimili fyrrum tengdafólki sínu, þannig að auk rúðubrotsins skemmdist parket, borð og veggur í eldhúsi. Einnig rispaði hann bíl sem stóð við húsið. Þegar lögregla mætti á heimili mannsins í kjölfar skemmdarverka hans lagði hann til tveggja lögreglumanna með hnífi. Lögreglumennirnir sködduðust ekki, en þó náði hann að stinga annan þeirra í pungstað þannig að samfestingur skemmdist. Tvö göt komu á samfestinginn, annað efst á hægra læri innanvert og hitt vinstra megin í nára "og gat kom á nærbuxur þar fyrir innan," segir í ákærunni. Maðurinn er sagður hafa stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í "augljósan háska á ófyrirleitinn hátt." Þá hótaði maðurinn barnsmóður sinni og fyrrum tengdafólki lífláti með bréfasendingum og SMS skilaboðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×