Innlent

Brennisteinssýrumaður sýknaður

37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. Fannst tollvörðunum innihald flasknanna grunsamlegt og við efnagreiningu kom í ljós að um brennisteinssýru var að ræða, en sýran er nauðsynleg við síðasta stig amfetamínframleiðslu. Maðurinn var með tæpa tvo lítra af sýrunni, en slíkt magn dugir til að fullvinna um fjögur kíló af amfetamíni. Litháinn hefur ávallt neitað sök. Sagðist hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi og hafi ekki vitað af innihaldinu. Þetta var í fjórða sinn sem hann kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×