Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum 30. ágúst 2005 00:01 Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira