Nema land á fíkniefnamarkaði hér 28. ágúst 2005 00:01 Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira