Fullt hús hjá Charlton
Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag sigraði liðið Middlesbrough 3-0 á útivelli. Mörkin gerðu þeir Dennis Rommendahl, Chris Perry og Darren Bent. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta Charlton varnarinnar.