Marel aftur á heimaslóðir? 25. ágúst 2005 00:01 Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi." Íslenski boltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi."
Íslenski boltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Sjá meira