Niður með Noreg, upp með markaðinn 24. ágúst 2005 00:01 Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira