Vonbrigði í Ungverjalandi 22. ágúst 2005 00:01 Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði." Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. Staðan í hálfleik var 14-12 en íslenska liðið náði reyndar að komast yfir í stöðunni 20-19 en þá skoruðu Egyptar fimm mörk í röð og tókst á tíu mínútum að breyta stöðunni í 28-22, sér í vil. Afar slæmur leikkafli íslenska liðsins sem tapaðist með níu mörkum gegn tveimur. "Þetta fór mjög illa," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem skoraði sjö mörk í leiknum. Markahæstur í íslenska liðinu var Árni Þór Sigtryggsson og Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur mörk. Aðrir sem komust á blað skoruðu ekki meira en eitt mark, sem þykir slæmt í hvaða liði sem er. "Stemmingin í hópnum var ágæt og ætluðum við svo sannarlega að vinna þennan leik. Það var slæmt að tapa fyrir Þýskalandi og Spáni en við komum engu að síður mjög vel stemmdir í leikinn." Aðspurður um leikinn sagði Ásgeir Örn að íslenska liðið hafi lent í erfiðleikum með varnarleik Egypta en þeir léku mjög framarlega í vörn og létu vel til sín taka. "Þetta gerði það að verkum að við gerðum mikið af tæknilegum mistökum og fengum mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum á móti." Egyptar skoruðu samtals níu mörk úr hraðaupphlaupum, gegn einungis þremur hjá Íslandi og gerði það gæfumuninn. Björgvin Gústavasson varði tíu skot í leiknum og kom varamarkvörður Íslands, Björn Friðþjófsson, ekkert við sögu í leiknum. Á morgun keppir íslenska liðið við það danska sem er enn taplaust eftir góðan sigur á Spánverjum í gær, 33-26. Það er ljóst að við ramman reip verður að draga hjá strákunum okkar en Ásgeir Örn segir að liðið fari í alla leiki til að sigra. "Það er lítið annað eftir en að spila upp á stoltið og ætlum við ekki að gefast upp. En því er ekki að neita að við ætluðum okkur stóra hluti á mótinu og eru þetta mikil vonbrigði."
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira