Sáu tilræðismann á myndavél 22. ágúst 2005 00:01 Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira