Sáu tilræðismann á myndavél 22. ágúst 2005 00:01 Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira