Sáu tilræðismann á myndavél 22. ágúst 2005 00:01 Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Átján ára piltur, sem stunginn var tvívegis í bakið aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur, er á batavegi. Hann var fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á Landspítalann við Hringbraut og segir vakthafandi hjúkrunarfræðingur á hjarta- og lungnaskurðdeild að batalíkur séu góðar og allt stefni í að hann muni útskrifast eftir nokkra daga. Lögreglan í Reykjavík varð í eftirlitismyndavél við Geirsgötu í Reykjavík vör við að maður sem þar var á gangi var mjög blóðugur á bakinu. Stjórnstöð eftirlitsmyndavélanna sendi boð til lögreglumanna í miðbænum um að kannað yrði hvers ástand hans var en þegar lögreglan hugðist nálgast manninn var veist að henni. Hún komst þó að manninum sem var undir áhrifum áfengis og hafði ekki fundið fyrir þeim sárum sem hann hlaut af tilræðinu. Hann var færður á slysadeild þar sem í ljós kom að lunga hafði fallið saman og gekkst hann undir aðgerð. Sautján ára piltur, grunaður um verknaðinn, var á sunnudag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðahald. "Það má segja að það hafi orðið þessum dreng til lífs að hann komst fljótt undir læknishendur," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. "Við fylgdumst með þeim sem grunaður var um þennan verknað í eftirlitismyndavélunum þangað til hann var handtekinn og gátum einnig séð hvar hann losaði sig við hnífinn sem hann er grunaður um að hafa stungið piltinn með." Ómar Smári segir að í þessu tilfelli hafi gildi eftirlitismyndavéla enn sannast. "Afbrotum hefur fækkað eftir að myndavélarnar komu til sögunnar en þær voru meðal annars settar upp til þess að tryggja öryggi fólks. Fyrst um sinn var mikil gagnrýni á þessar myndavélar en ég held að fólk sjái nú hversu mikilvægar þær eru," segir Ómar Smári.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira