Sport

Marseille með augastað á Cisse

Djibril Cisse, franski framherjinn hjá Liverpool, er undir smásjá Marseille í heimalandi sínu, en talið er að forráðamenn Liverpool séu reiðbúnir að selja leikmanninn fari svo að Michael Owen snúi aftur á heimaslóðir. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur fyrr í sumar haldið því fram að Cisse, sem hefur ekki náð sér almennilega á strik eftir að hafa náð sér af vondu fótbroti í fyrra, sé ekki til sölu, en svo virðist sem að mun meiri áhugi sé á honum frekar en Milan Baros og að Liverpool muni fá mun meiri pening fyrir Cisse en Baros. Sá verðmunur gæti gert útslagið þegar uppi er staðið. Pape Diouf, forseti Marseille, segir að Cisse vilji spila fyrir franska liðið, það sé klárt mál, en að möguleg kaup á honum velti á Owen. "Cisse mun vilja fara ef hann færi ekki að spila í sinni kjörstöðu sem fremsti maður. Ef Owen kemur aftur er líklegt að svo verði ekki. Þá gæti verið að við munum hafa samband," segir Diouf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×