Búum okkur undir erfiðan leik 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira