Baugur og ímynd þjóðarinnar 18. ágúst 2005 00:01 Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira