Hagnaðist ekki persónulega 16. ágúst 2005 00:01 Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir heitt vatn í Hlíðum vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping Sjá meira
Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir heitt vatn í Hlíðum vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping Sjá meira