Eðlilegt að dómarar vikju 16. ágúst 2005 00:01 MYND/E.Ól Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Í Íslandi í dag í gær var Brynjar inntur eftir því hvort vanhæfi Jóns Steinar Gunnlaugssonar í málinu, ef það færi til Hæstaréttar, hefði áhrif á hæfi réttarins sjálfs. Hann svaraði því til að svo gæti verið. Aðrir hæstaréttardómarar væru samstarfsmenn Jóns Steinars og því þyrfti að ryðja réttinn og skipan nýja dómara. Það hefði verið gert áður. Spuður hvort hann ætti von á því að það gerðist sagði Brynjar að það kæmi honum alla vega ekki á óvart og aðspurður sagðist hann telja það eðlilegt. Á áttunda áratugnum fór mál fyrir Hæstarétt þar sem stefnandi í málinu, Þór Vilhjálmsson, var orðinn hæstaréttadómari. Þá vék allur Hæstiréttur en það er undir dómurunum sjálfum komið hvort þeir víki eður ei. Þeir sem tóku við þá voru flestir úr lögmannastétt, en gildir til setu í Hæstarétti eru til dæmis lagaprófessorar, héraðsdómarar og hæstaréttalögmenn. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segir þó mál Jóns Steinars ekki sambærilegt máli Þórs Vilhjálmssonar því Þór hafi verið aðili málsins í Hæstarétti, þ.e. stefnandi. Jón Steinar er ekki aðili málsins þegar það fer fyrir Hæstarétt þótt hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers við rannsókn málsins. Magnús segir Jón Steinar því ekki jafntengdan málinu og Þór var fyrir tæpum þremur áratugum og þar af leiðandi sé í raun ekki hægt að vísa á tilfelli Þórs sem fordæmi í að ryðja allan réttinn og skipa nýjan. Það reynir þó ekki á setu dómara Hæstaréttar, það er hvort aðrir hæstaréttardómarar en Jón Steinar komi til með að víkja og skipa þurfi nýjan dóm, fyrr en Baugmálið fer fyrir Hæstarétt. Þegar fréttastofan náði í Jón Steinar í dag neitaði hann að tjá sig um málið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Í Íslandi í dag í gær var Brynjar inntur eftir því hvort vanhæfi Jóns Steinar Gunnlaugssonar í málinu, ef það færi til Hæstaréttar, hefði áhrif á hæfi réttarins sjálfs. Hann svaraði því til að svo gæti verið. Aðrir hæstaréttardómarar væru samstarfsmenn Jóns Steinars og því þyrfti að ryðja réttinn og skipan nýja dómara. Það hefði verið gert áður. Spuður hvort hann ætti von á því að það gerðist sagði Brynjar að það kæmi honum alla vega ekki á óvart og aðspurður sagðist hann telja það eðlilegt. Á áttunda áratugnum fór mál fyrir Hæstarétt þar sem stefnandi í málinu, Þór Vilhjálmsson, var orðinn hæstaréttadómari. Þá vék allur Hæstiréttur en það er undir dómurunum sjálfum komið hvort þeir víki eður ei. Þeir sem tóku við þá voru flestir úr lögmannastétt, en gildir til setu í Hæstarétti eru til dæmis lagaprófessorar, héraðsdómarar og hæstaréttalögmenn. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segir þó mál Jóns Steinars ekki sambærilegt máli Þórs Vilhjálmssonar því Þór hafi verið aðili málsins í Hæstarétti, þ.e. stefnandi. Jón Steinar er ekki aðili málsins þegar það fer fyrir Hæstarétt þótt hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers við rannsókn málsins. Magnús segir Jón Steinar því ekki jafntengdan málinu og Þór var fyrir tæpum þremur áratugum og þar af leiðandi sé í raun ekki hægt að vísa á tilfelli Þórs sem fordæmi í að ryðja allan réttinn og skipa nýjan. Það reynir þó ekki á setu dómara Hæstaréttar, það er hvort aðrir hæstaréttardómarar en Jón Steinar komi til með að víkja og skipa þurfi nýjan dóm, fyrr en Baugmálið fer fyrir Hæstarétt. Þegar fréttastofan náði í Jón Steinar í dag neitaði hann að tjá sig um málið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira