Tvítug varnarliðskona myrt 15. ágúst 2005 00:01 Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira