Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju 14. ágúst 2005 00:01 Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira