Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju 14. ágúst 2005 00:01 Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira