Úthlutun standist ekki ákvæði 11. ágúst 2005 00:01 Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Útgerðarmenn huga að því að höfða prófmál á hendur ríkinu í haust vegna sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Þeir segja slíka úthlutun ekki standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og vilja að hætt verði að gefa öðrum það sem þeir hafa keypt háu verði. Útgerðarmenn kaupa sér aflaheimild sem er hlutfall af veiðiheimildum hvers fiskveiðiárs og ef hluti af heildarveiðiheimildum er tekinn í sértækar aðgerðir minnkar hlutfall útgerðanna. Þetta eru útgerðarmenn ósáttir við og hafa verið lengi en nú má segja að mælirinn sé fullur og stefnt er að málarekstri. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að líklega muni útgerð fara í mál við ríkið til að láta á það reyna hvort það standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að taka kvóta eða aflaheimildiar sem menn hafi selt, hvort sem það heiti línuívilnun, byggðakvóti eða aðrar sértækar aðgerðir, og flytja það til annarra. Friðrik líkir þessu við að fólk kaupi íbúð og svo komi ríkið og segist ætla taka eitt herbergi og láta einhvern flytja inn. Verið sé að taka þann nýtingarrétt sem útgerðarmenn hafi keypt og flytja hann annað og það standist ekki að hans mati. Landssamband íslenskra útgerðarmanna mun ekki höfða málið heldur mun ein útgerð fara í prófmál. Friðrik segir þetta vera spurningu um hvort vilji sé fyrir því að reka aðbæran sjávarútveg þar sem menn fjárfesti í aflaheimildum á eigin forsendum eða hvort vilji sé til að fara í sama gamla farið þar sem reksturinn gekk mjög illa. Hann segir að horfast verði í augu við það að tækninni fleygi fram og störfum í sjávarútvegi fækki en í staðinn verði þau áreiðanlegri. Hann segir að það verði ekki þannig að róið verði út á árábátum og tugir þúsunda manna muni vinna þann fisk sem dreginn verði að landi. Markmiðið sé að gera þetta á arðbæran hátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira