Innlent

Baugsákærur ekki enn birtar

Ekkert bólar enn á að ákærur í Baugsmálinu séu birtar og virðist sem það hafi aldrei staðið til að eins og talsmenn fimmmenninganna sögðu fyrir mánuði að til stæði að gera. Málið verður þingfest eftir viku. Talsmenn sexmenninganna sem ákærðir voru í Baugsmálinu þann 1. júlí hugðust gera ákærur opinberar fyrir mánuði. Enn bólar þó ekkert á ákærunum og virðist sem það hafi aldrei verið meiningin þrátt fyrir yfirlýsingar talsmanna ákærða um annað. Þær eru á hendur Jóhannesi Jónssyni, börnum hans Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Stefáni Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur endurskoðendum en málið verður þingfest þann 17. ágúst næstkomandi. Ekki náðist í Jón Ásgeir í dag eða lögmann hans, Gest Jónsson, vegna málsins, en hann hefur verið í fríi. Gestur sagði fyrir mánuði að ákærur yrðu líklega birtar fljótlega. Þeir þyrftu hins vegar svigrúm til að undirbúa sig vel áður en ákærur yrðu birtar svo hægt væri að svara spurningum fjölmiðla. Þau þrjú ár sem málið hefur verið í undirbúningi virðist ekki hafa verið nógur tími og undanfarinn mánuður ekki heldur. Málið verður þingfest eftir viku en ákæruliðir eru rúmlega fjörtíu talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×