Innlent

Rannsaka olíuþjófnað á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú þjófnað á dísilolíu, sem er alveg ný tegund þjófnaðar og má líklega rekja til þess að dísilolían hækkaði um rúmlega hundrað prósent í verði og kostar nú álíka og bensín. Bensínþjófnaður hefur hins vegar lengi verið þekkt þjófnaðarafbrigði og leysti af hólmi snærisþjófnað fyrri alda. Þjófnaðurinn sem hér um ræðir snýst um 700 lítra af dísilolíu sem stolið var af geymi á vinnusvæði á Suðurlandi nýverið. Þjófurinn hefur því mætt með dágott ílát á staðinn því engir geymar bíla eða vinnuvéla taka svo mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×