Innlent

Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði

Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni. Þar af var ein ný og ein sem notuð hefur verið til að ryðja snjó af Þingeryarflugvelli sem er varavöllur Ísafjarðarflugvallar. Þá eyðilögðust allar heyvinnuvélar á bænum. Talið er að tjónið hlaupi á tugum milljóna króna en eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×