Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla 5. ágúst 2005 00:01 Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira