Innlent

Mótmælendum sleppt á miðnætti

Yfirheyrslur lögreglunnar á Eskifirði yfir þrettán mótmælendum, sem handteknir voru á byggingasvæði nýs álvers við Reyðarfjörð í gær, stóðu til miðnættis, og var fólkinu sleppt að þeim loknum. Vinna á svæðinu stöðvaðist í nokkrar klukkustundir eftir að mótmælin hófust í gærmorgun. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×