Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu 30. júlí 2005 00:01 Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira