Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu 30. júlí 2005 00:01 Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur sem handteknir voru í Lundúnum í gær hafa staðið í allan dag, enda er áhersla lögð á að fá fram allar upplýsingar um hryðjuverk sem fyrst þar sem talið er að atburðir undanfarinna vikna marki aðeins upphaf hrinu árása. Sérfræðingar lögreglunnar leituðu vísbendinga í dag í húsunum þar sem mennirnir tveir voru handteknir í gær. Dómstóll á Ítalíu tók í dag fyrir framsalsbeiðni Breta, sem vilja að Osman Hussain, einn þeirra sem gerðu árásirnar, verði framseldur til Bretlands. Hann var gómaður í gær í Róm eftir að tókst að rekja farsíma sem hann hafði fengið að láni. Antonietta Sonnessa, verjandi Hussains, segist ekkert geta sagt um málið að svo stöddu, enda sé það á byrjunarstigi. Talið er að Osman sé uppalinn á Ítalíu en hann er sagður fæddur í Eþíópíu. Allir tilræðismennirnir hafa verið handsamaðir og er nú ljóst að þeir eiga rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Fyrir utan Osman er Yasin Hassan Omar sem var handtekinn í Birmingham. Hann er frá Sómalíu. Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum í gær, en þeir eru frá Erítreu Um leið var fimmti maðurinn handsamaður, Wahbi Mohammed, talinn bróðir Ramzis. Það voru foreldrar Muktars Said Ibrahims sem þekktu myndina af honum í sjónvarpi og vísuðu á hann en hann á afbrotaferil að baki. Lögreglan segir rannsóknina enn á byrjunarstigi og þó að handtökurnar í gær séu vissulega góð tíðindi verði almenningur að vera áfram vel á verði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira