Innlent

Gæsla á kostnað réttinda fanga

Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra. Það var lögreglan í Keflavík sem var kölluð til þegar maðurinn trylltist þar stafsmenn ríkislögreglustjóra birtu honum úrskurð Útlendingastofnunar. Lögreglan þurfti að yfirbuga manninn með úðavopni en áður hafði hann náð að skera sig í aðra höndina með hnífi. Manninum var fylgt úr landi í dag. Aðspurð hvort fleiri dæmi séu um svipuð viðbrögð segir Tinna Víðisdóttir, staðgengill sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, að það komi fyrir. Hún segir það skiljanlegt að fólk sé vonsvikið þegar því sé hafnað um dvalarleyfi. Tinna segir fólk yfirleitt fara með góðu þrátt fyrir vonbrigði en þó þurfi lögreglan oft að tala fólk til áður en það tekur sönsum. Spurð hvort þurfi að gæta hælisleitenda betur þegar deili á þeim eru ekki kunn segir hún að skoða þurfi það betur. „Við viljum heldur ekki setja raunverulega flóttamenn í einhvers konar gæslu. Við viljum gjarnan getað veitt aðstoð strax. Á Íslandi í dag er ekki til neinn sá staður þar sem þú getur í rauninni skoðað þetta,“ segir Tinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×