Innlent

Aukin löggæsla um helgina

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka löggæslu um verslunarmannahelgina til þess að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit, almenna löggæslu og fíkniefnalöggæslu. Í öllum eða flestum umdæmum verður aukinn viðbúnaður af hálfu lögreglunnar og þá sérstaklega þar sem útisamkomur verða. Áttatíu lögreglubílar verða á ferðinni um helgina, margir þeirra sérbúnir tækjum. Sumir bílanna verða merktir lögreglunni en aðrir ekki, þannig að þeir sem ekki fara eftir settum umferðarreglum geta hvergi verið öruggir. Hópur rannsóknarlögreglumanna í fíkniefnamálum verður á ferðinni þar sem fólk safnast saman og með þeim starfsmenn tollstjórans í Reykjavík sem stýra leitarhundum. Eftirliti þeirra verður fyrst um sinn beint að brottfararstöðum til Vestmannaeyja en að öðru leyti verða þeir lögregluliðunum til aðstoðar hvar sem er á landinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×