Blair segir Breta hvergi hvika 26. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent