Blair segir Breta hvergi hvika 26. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira