Gæti orðið einn sá besti hjá Dönum 22. júlí 2005 00:01 Mads Thunø Laudrup, sonur knattspyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC København sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur. Jonny Larsen, þjálfari FC København, segir Mads og faðir hans Michael ekki líka knattspyrnumenn, en er þó á því að Mads verði framtíðarlandsliðsmaður Dana. "Mads hefur mikla hæfileika. Hann spilar á miðjunni og er virkilega góður í taka á móti bolta og hefur mjög góðan leikskilning. Sendingar hans eru góðar og staðsetningarnar einnig. Michael var rosalega góður leikmaður á sínum tíma, sá allra besti sem ég hef séð, en Mads hefur þó alla eiginleikana sem þarf til þess að ná langt í atvinnumennsku í dag. Hann hefur hraða, tækni og er góður í vörn, betri en bræðurnir Brian og Michael voru, en þeir voru fyrst og fremst sóknarmenn þegar þeir voru ungir. Hann hefur mikla hlaupagetu og heldur einbeitingu vel. Ég hugsa að hann eigi eftir að verða atvinnumaður hjá stóru félagi í Evrópu eins og pabbi hans." FC København spilaði gegn Þrótti Reykjavík í sínum fyrsta leik og vann eitt núll. "Það var erfiður leikur. Þróttur spilaði ágætan fótbolta og strákarnir í liðinu voru duglegir. Ég var ekki nógu ánægður með þennan leik, en ég veit að strákarnir eiga eftir að sýna hvað í þeim býr. Þetta lið FC København er eitt besta lið Danmerkur í þessum aldurshópi." Erkifjendur FC København er lið Brøndby, og því kom svolítið á óvart þegar Mads skrifaði undir tveggja ára samning við FC København, þar sem faðir hans er þjálfari Brøndby. "Michael var ánægður með hvernig við vorum að haga málum í unglingaþjálfuninni og sagði því syni sínum að halda áfram hérna, því hann hefur tekið framförum hjá okkur. Ég er fullviss um að Mads verður einn af betri miðjumönnum Danmerkur eftir fimm ár og jafnvel fyrr." Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Mads Thunø Laudrup, sonur knattspyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC København sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur. Jonny Larsen, þjálfari FC København, segir Mads og faðir hans Michael ekki líka knattspyrnumenn, en er þó á því að Mads verði framtíðarlandsliðsmaður Dana. "Mads hefur mikla hæfileika. Hann spilar á miðjunni og er virkilega góður í taka á móti bolta og hefur mjög góðan leikskilning. Sendingar hans eru góðar og staðsetningarnar einnig. Michael var rosalega góður leikmaður á sínum tíma, sá allra besti sem ég hef séð, en Mads hefur þó alla eiginleikana sem þarf til þess að ná langt í atvinnumennsku í dag. Hann hefur hraða, tækni og er góður í vörn, betri en bræðurnir Brian og Michael voru, en þeir voru fyrst og fremst sóknarmenn þegar þeir voru ungir. Hann hefur mikla hlaupagetu og heldur einbeitingu vel. Ég hugsa að hann eigi eftir að verða atvinnumaður hjá stóru félagi í Evrópu eins og pabbi hans." FC København spilaði gegn Þrótti Reykjavík í sínum fyrsta leik og vann eitt núll. "Það var erfiður leikur. Þróttur spilaði ágætan fótbolta og strákarnir í liðinu voru duglegir. Ég var ekki nógu ánægður með þennan leik, en ég veit að strákarnir eiga eftir að sýna hvað í þeim býr. Þetta lið FC København er eitt besta lið Danmerkur í þessum aldurshópi." Erkifjendur FC København er lið Brøndby, og því kom svolítið á óvart þegar Mads skrifaði undir tveggja ára samning við FC København, þar sem faðir hans er þjálfari Brøndby. "Michael var ánægður með hvernig við vorum að haga málum í unglingaþjálfuninni og sagði því syni sínum að halda áfram hérna, því hann hefur tekið framförum hjá okkur. Ég er fullviss um að Mads verður einn af betri miðjumönnum Danmerkur eftir fimm ár og jafnvel fyrr."
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira