Sport

Stoke kaupir Hoefkens

Enska knattspyrnufélagið Stoke City keypti í morgun belgíska miðvörðinn, Carl Hoefkens frá Germinal Berschot og borgaði fyrir hann 350 þúsund pund eða um 40 milljónir íslenskra króna. Hoefkens sem er 25 ára skrifar undir þriggja ára samning við Stoke. Litlu munaði að ekkert yrði af samningum þegar umboðsmaður leikmannsins setti Stoke ákveðna skilmála. Í gær var upplýst að Stoke hefði borgað umboðsmönnum 295 þúsund pund á síðustu leiktíð eða um 33 milljónum íslenskra króna. Í skýrslu sem birt var í gær kemur fram að liðin í ensku 1. deildinni borguðu umboðsmönnum á síðustu leiktíð 6,8 milljónir punda eða um 768 milljónir íslenskra króna. Keppni í ensku 1. deildinni hefst 6. ágúst en fyrsti leikur Stoke verður á heimavelli við Sheffield Wednesday. Þórður Guðjónsson skoraði mark og lagði upp annað þegar Stoke sigraði þýska þriðjudeildarliðið Osnabruck 4-2 í fyrrakvöld í æfingaleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×