Innlent

Óvíst hversu mörgum verði synjað

Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um hversu margir komast ekki í nám í haust. Allir nýnemar sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskóla eru komnir inn, segir Þórir Ólafsson, séfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Hann segir þó menntamálaráðuneytið ekki hafa tölur um það hversu margir fengu neitun um skólavist í haust. Þórir segir ómögulegt að hafa yfirsýn yfir hversu mörgum er meinaður aðgangur þar sem skólarnir afgreiða umsóknirnar hver fyrir sig. Menntamálaráðuneytið geri þó þá kröfur að þeir sem flytjist milli námsára séu forgangshópur númer eitt. Þá komi nýnemar sem nýlokið hafa 10. bekk og þriðji forgangshópurinn séu þeir sem ekki hafa lokið námi við framhaldsskóla. Þórir segir fólk sem uppfylli ekki kröfur um námsrétt, það er að segja uppfylli ekki kröfur skólans um námsárángur og ástundun, sé sá hópur sem hugsanlega sé synjað um skólavist og eigi erfiðast með að fá skólavist í haust. Þórir segist þó hafa enga trú á að sá hópur sé stór og að allir þeir sem vilji og nenni komist inn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×