Vændishringur á Íslandi 15. júlí 2005 00:01 Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira