Vændishringur á Íslandi 15. júlí 2005 00:01 Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira