Vændishringur á Íslandi 15. júlí 2005 00:01 Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira