Innlent

Máli flugskóla vísað frá

Kærumáli Flugmálastjórnar á hendur forsvarsmanna flugskóla í Reykjavík frá í apríl í fyrra var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Lögregla kærði stjórnarmann félagsins fyrir brot gegn loftferðalögum og almennum hegningarlögum, fyrir að hafa sem forsvarsmaður skólans og rekstrarfélags flugvélar, vanrækt að sjá til þess að vélin væri skoðuð með eðlilegum hætti og gefið út rangar upplýsingar um ástand hennar. Dómurinn taldi gögn ákæruvaldsins ófullnægjandi, skjöl hafi verið ruglingslega merkt og ekki tekið nákvæmlega fram með hvaða hætti gátlisti vegna skoðunar vélarinnar var rangur. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir málinu lokið að hálfu stofnunarinnar. Fyrir utan að málið var kært til lögreglu var ekki gefið út lofthæfisskírteini á umrædda flugvél. "Þannig að hún er ekki í flugi í dag og ekki hefur verið sótt um nýtt lofhæfisskírteini fyrir hana," segir Heimir Már, en síðan málið kom upp hefur vélin skipt um eigendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×