Innlent

Dæmdur fyrir flöskubrot

Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að berja annan í höfuðið með flösku fyrir utan Félagsheimili Húsavíkur aðfararnótt sunnudagsins 6. júní í fyrra. Flaskan brotnaði og skarst sá nokkuð sem fyrir högginu varð. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum, fullur og æstur. Dómurinn, sem er skilorðsbundinn í tvö ár, var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. "Telja verður brot ákærða sérstaklega hættulegt," segir í dómnum, en maðurinn þarf einnig að greiða fórnarlambi sínu 146.000 krónur í skaðabætur og svo málskostnað upp á rúmlega 281.000 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×