Innlent

Afmarkað mál stutt gögnum

Góður gangur er sagður í rannsókn fjárdráttarmáls konu sem stýrði sambýli á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Málið þykir sýnu alvarlegra en svipað mál sem kom nýverið upp á sambýli geðfatlaðra, því um stjórnanda er að ræða en ekki matráðskonu eins og í því máli. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir kæru hafa borist í apríllok en kveðst lítið hafa að segja um málið meðan það sé í rannsókn. "Málið er stutt gögnum og sæmilega afmarkað, þannig að ekki ætti að taka mjög langan tíma að rannsaka það," sagði hann spurður um hvenær niðurstöðu væri að vænta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×