Innlent

Tjöld og sumarbústaðir fuku

Mikið fjör var á færeyskum dögum í Ólafsvík um helgina og fjöldi fólks sóttu bæinn heim. Lögreglan áætlar að um 3000 til 5000 manns hafi verið í bænum. Að sögn lögreglu fór allt vel fram en mikinn strekking gerði aðfararnótt laugardags og veður var með versta móti. Tjöld fuku út í veður og vind sem og grind af sumarbústað sem var í byggingu. Björgunarsveitir og lögregla voru kölluð út til að aðstoða fólk sem lenti í vandræðum vegna veðurhamsins. Einhverjir gestir pökkuðu þá saman og fóru heim. Veðrið lagaðist þó fljótlega daginn eftir og vindinn lægði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×