Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira