Gill unir skyrslettudómi 1. júlí 2005 00:01 Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira