San Antonio NBA meistarar 24. júní 2005 00:01 Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák). NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Sjá meira
Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák).
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Sjá meira