Sport

Chelsea kaupir vinstri bakvörð

Chelsea-budda Roman Abramovich er farin að láta að sér kveða og í dag gekk enska úrvalsdeildarfélagið frá kaupum á fyrsta leikmanni sumarsins. Spænski varnarmaðurinn Asier del Horno hefur skrifað undir 3 ára samning við Chelsea en hann kemur frá Athletic Bilbao á Spáni. Hinn 24 ára Del Horno er vinstri bakvörður og kostar 8 milljónir punda en hann lék sinn fyrsta A-landsleik með Spáni í september í fyrra. Þá bárust nú síðdegis fréttir þess efnis að ítalska stórveldið AC Milan hafi í dag hunsað formlega fyrirspurn Chelsea um úkraínska sóknarmanninn Andriy Shevchenko. Adriano Galliani varaforseti AC Milan hefur staðfest þetta við fjölmiðla og segir að Shevchenko sé einfaldlega ekki til sölu. Þá lítur einnig úr fyrir að ekkert verði af kaupum Chelsea á Kakha Kaladze varnarmanni Milan en umboðsmaður hans hefur verið duglegur að lýsa því opinberlega yfir að Georgíumaðurinn væri á leið til Englandsmeistaranna. Club vice-president Adriano Galliani confirmed that they are not prepared to sell the Ukrainian, and it also looks like Chelsea´s bid to sign defender Kakha Kaladze from the Serie A runners-up has faltered. Abramovich ætlar að eyða 65 milljónum punda í leikmenn í sumar og nú eru alla vega átta farnar. Ljóst er að Jose Mourinho er að leita að sóknarmanni svo haldið ykkur fast. Hann á 57 milljónir eftir í buddunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×